Play flutti 88 þúsund farþega í júní

Birgir Jónsson, forstjóri Play.
Birgir Jónsson, forstjóri Play. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flugfélagið Play flutti samtals 87.932 farþega í júní, en það er aukning um 55% frá því í mánuðinum á undan þegar fjöldinn var 56.601.

Sætanýting félagsins nam 79,2% samanborið við 69,6% sætanýtingu í maí. Þá mældist stundvísi 79,1%. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að þótt það sé ekki í samræmi við viðmið félagsins, þá verði sá árangur að teljast fullnægjandi í ljósi þess að félagið hafi verið að stækka tengiflugsleiðakerfið og vegna manneklu á flugvöllum í Evrópu sem valdi lágu þjónustustigi og keðjuverkandi seinkunum.

Stíga stærri skref með eldsneytisvarnir

Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að félagið hafi á fyrsta ársfjórðungi þessa árs byrjað að innleiða eldsneytisvarnastefnu. Það skref hafi verið varfærið til að byrja með en nú hafi verið ákveðið að bæta í varnirnar. Með þeirri viðbót er félagið að tryggja 30% olíunotkunar sinnar á næstu þremur mánuðum og 15% til næstu fjögurra til sex mánaða.

Sjötta vél félagsins, Airbus A320 neo, kom til landsins í lok júní og hóf nýlega farþegaflug og er Play nú með þrjár slíkar vélar í notkun og þrjár aðrar Airbus A321 neo. Flýgur félagið nú til 25 áfangastaða í bæði Evrópu og Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK