Play stundvísara en Icelandair

Þá felldi Play niður sjö brottfarir í mánuðinum frá Keflavíkurflugvelli …
Þá felldi Play niður sjö brottfarir í mánuðinum frá Keflavíkurflugvelli á meðan Icelandair felldi niður 31 brottför. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flug á vegum flugfélagsins Play voru á áætlun í 79,1 prósent tilfella í júní, samanborið við 67 prósenta stundvísi hjá Icelandair. 

Þetta má sjá í skýrslum flugfélaganna um júnímánuð. 

Þá felldi Play niður sjö brottfarir í mánuðinum frá Keflavíkurflugvelli á meðan Icelandair felldi niður 31 brottför.

Bæði flugfélög bera fyrir sig manneklu á flugvöllum víða í Evrópu við yfirferð á stundvísi sinni. 

Í til­kynn­ingu frá Play segir að þótt stundvísin sé ekki í sam­ræmi við viðmið fé­lags­ins, þá verði sá ár­ang­ur að telj­ast full­nægj­andi í ljósi þess að fé­lagið hafi verið að stækka tengiflugs­leiðakerfið og vegna mann­eklu á flug­völl­um í Evr­ópu sem valdi lágu þjón­ustu­stigi og keðju­verk­andi seink­un­um.

Í tilkynningu frá Icelandair segir að „talsverðar raskanir í leiðakerfinu í júní höfðu neikvæð áhrif á stundvísi félagsins. Þetta skýrist aðallega af krefjandi aðstæðum á flugvöllum víða erlendis og töfum í viðhaldi flugvéla vegna truflunar í aðföngum eftir faraldurinn. Sætanýting í millilandaflugi var 83,2% samanborið við 53,6% í júní 2021.“  

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka