Lækka verð á timbri

Pallaefni mun lækka um sjö prósent í verði í dag.
Pallaefni mun lækka um sjö prósent í verði í dag. Ljósmynd/Aðsend

Húsasmiðjan hefur lækkar verð á timbri um allt að 16 prósent og mun lækka verð á pallaefni, fúavarinni furu, um sjö prósent í dag.

Fram kemur í tilkynningu um verðlækkunina að hún stafi af verðlækkunum á ákveðum viðartegundum á erlendum mörkuðum. 

Verð á timbri hefur hækkað nokkuð síðastliðin tvö ár vegna hækkana framleiðenda, framboðsskorts á hrávörumarkaði og mikillar hækkunar olíuverðs og flutningskostnaðar.

Haft er eftir Árna Stefánssyni, forstjóra Húsasmiðjunnar, að hluti af því að trúverðugleiki ríki sé að skila verðlækkunum birgja til neytenda. 

Þá segir Árni að markaðir markist áfram af ákveðinni óvissu og þróun stríðsátakanna í Úkraínu hafi áhrif ásamt fleiri þáttum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK