Kjörstaða á markaðnum

Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku.
Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku, segir sterka samkeppnisstöðu íslenskra orkufyrirtækja skapa tækifæri til að laða hingað viðskiptavini sem nýta græna orku til verðmætasköpunar. Íslendingar þurfi að nýta tækifæri til gjaldeyrissköpunar til að halda uppi lífskjörum. Jafnframt þurfi að vera til staðar orka í orkuskiptin til að ná þeim markmiðum í loftslagsmálum sem að er stefnt.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur greint frá áætlun um að auka sjálfstæði álfunnar í orkumálum sem felur í sér orkusparnað, uppbyggingu endurnýjanlegrar orku og fjölbreyttari orkusprettur. Segir á vef framkvæmdastjórnarinnar að innrás Rússa í Úkraínu hafi raskað mjög orkumarkaði í Evrópu og um heim allan. Því þurfi Evrópa að hætta að vera háð svo óáreiðanlegum aðila um orkuöflun.

Framkvæmdastjórnin áætlar að það muni kosta 210 milljarða evra árlega fram til ársins 2027 að losa álfuna undan því að vera háð Rússlandi um innflutta orku.

Samtals verður 900 milljónum krónaveitt í styrki til orkuskipta hér á landi á þessu ári. Úthlutunin er sú stærsta hingað til en 137 verkefni fengu styrk.

Nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK