Atvinnuleysi hefur minnkað hraðar en áætlað var

Atvinnuleysi hefur minnkað hraðar en það gerði eftir fjármálakreppuna þegar …
Atvinnuleysi hefur minnkað hraðar en það gerði eftir fjármálakreppuna þegar lítil lækkun var á milli ára í nokkur ár. mbl.is/Eggert

Verði atvinnuleysi óbreytt fram að áramótum verður meðal atvinnuleysi ársins 2022 3,9% en ekki 4,5% eins og spár gerðu ráð fyrir.

Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans.

Skráð atvinnuleysi í júní var 3,3% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði. Þjóðhagsspá Hagfræðideildar Landsbankans gerði ráð fyrir að atvinnuleysi á árinu 2022 yrði 4,5%. Atvinnuleysi hefur minnkað á milli mánaða en það mældist 3,9% í maí. Alls voru 6.675 manns á atvinnuleysisskrá í lok júní.

Skráð atvinnuleysi hefur minnkað um 8,3 prósentustig frá því það náði hámarki í maí 2021 en þá mældist það 11,6%.

Atvinnuleysi minnkar hraðar en í kreppunni

„Þess er kannski ekki að vænta að atvinnuleysi minnki verulega úr þessu, en það eru heldur ekki mikil teikn um að það aukist mikið. Það eru því töluverðar líkur á því að meðalatvinnuleysi ársins verði í kringum 4% sem er talsvert minna en spáð hafði verið,“ segir í Hagsjánni.

Atvinnuleysi hefur minnkað hraðar en það gerði eftir fjármálakreppuna þegar lítil lækkun var á milli ára í nokkur ár.

Atvinnuleysi minnkaði alls staðar á milli mánaða en mest á Suðurnesjum og Norðurlandi eystra, eða um 0,8 prósentustig. Það hefur ekki verið minna á Suðurnesjum síðan í mars 2019 en er þar þó mest allra landshluta, 5,8%. Hæst fór atvinnuleysið þar upp í 24,5% í júní 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK