Kaupóðir ferðamenn á Íslandi í júní

Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam rúmum 28,3 milljörðum króna í …
Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam rúmum 28,3 milljörðum króna í júní og jókst um 48,6% á milli mánaða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heildar greiðslukortavelta í júní nam rúmum 116,7 milljörðum krónum og jókst um 27,4% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Þetta kemur fram í mánaðarlegri samantekt Rannsóknarseturs verslunarinnar.

Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam rúmum 28,3 milljörðum króna í júní og jókst um 48,6% á milli mánaða. Veltan hefur ekki mælst hærri í júnímánuði frá upphafi mælinga, árið 2012, en hún mældist áður hæst árið 2018, þá var hún rúmir 25,5 milljarðar króna.

Hlutfall erlendrar kortaveltu af heildarkortaveltu á Íslandi var 24,3% í júní en sama hlutfall var tæp 26,8% í júní 2019.

Netverslun eykst

Kortavelta Íslendinga hérlendis nam tæpum 88,4 milljörðum króna í júní og jókst um 6,45% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Innlend kortavelta í verslun nam tæpum 47 milljörðum króna í júní sem er 0,96% meira en á sama tíma í fyrra miðað við breytilegt verðlag. Innlend kortavelta í verslun á netinu nam rúmum 3,2 milljörðum króna í júní og jókst hún um rúm 11,4% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Þá nam innlend kortavelta í þjónustu rúmum 41,4 milljarði króna í júní og jókst hún um rúm 13% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Heildarvelta innlendra greiðslukorta í verslunum og þjónustu erlendis nam rúmum 22,9 milljörðum króna í maí og hefur ekki verið hærri frá upphafi mælinga, árið 1997. Veltan jókst um rúma 11,9 milljarða króna frá fyrra ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK