Atvinnuleysi aldrei mælst minna innan OECD

Atvinnuleysi innan OECD ríkjanna hefur minnkað og er nú 5,0%.
Atvinnuleysi innan OECD ríkjanna hefur minnkað og er nú 5,0%.

Atvinnuleysi innan OECD-ríkjanna mældist 5,0% í maí og er það lægsta mæling frá upphafi.

Atvinnuleysi í mánuðinum var jafnframt minna eða jafn mikið og það var fyrir Covid-faraldurinn í tveimur þriðju hluta OECD-ríkjanna. Fjöldi atvinnulausra nemur 33,8 milljónum.

Á Íslandi mældist atvinnuleysi 3,8%.

Innan evrusvæðisins mældist atvinnuleysi 6,6% í maí og minnkaði úr 6,7% frá fyrri mánuði. Mest dróst það saman á Ítalíu, í Litháen og á Spáni á meðan mesta aukningin átti sér stað í Austurríki, Belgíu og Portúgal.

Atvinnuleysi meðal kvenna jókst í fyrsta sinn frá því í desember 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK