Greiðsluhraði aldrei meiri

Brynja Baldursdóttir segir að enginn sé betri en Motus í …
Brynja Baldursdóttir segir að enginn sé betri en Motus í að meta kröfur og innheimta þær. Árni Sæberg

Greiðsluhraði hefur aldrei verið meiri en í faraldrinum og vanskil hafa aldrei verið minni. Þetta segir Brynja Baldursdóttir forstjóri Motus, stærsta innheimtufyrirtækis landsins.

Brynja segir í samtali við ViðskiptaMoggann að það sé því ekki að sjá í tölum fyrirtækisins að greiðsluerfiðleikar séu útbreitt vandamál í samfélaginu. Þó beri að taka með í reikninginn að ýmsar stuðningsaðgerðir frá hinu opinbera hafi verið í gangi. Þær hafi hjálpað fyrirtækjum að takast á við ástandið. „Þetta eru áhugaverðar tölur en við eigum eftir að sjá hvað gerist þegar allt er komið í eðlilegt horf á ný,“ segir Brynja.

Þar á hún meðal annars við afléttingu ýmissa lánafrystinga sem í boði voru í faraldrinum.

Að sama skapi segir hún að blikur séu á lofti í samfélaginu. Hækkandi verðbólga, vaxtahækkanir og minnkandi kaupmáttur.

Almennt að aukast

Brynja segir að almennt sé greiðsluhraði að aukast, bæði hér og í nágrannalöndunum. Þar komi til auknar rafrænar áminningar og betra aðgengi að heimabanka til dæmis. „Fólk gleymir þá síður að borga fyrir eindaga.“

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK