Kaldalón kaupir húsnæði Heimsferða

Kaldalón hf. kaupir húsnæði Heimsferða í gegnum dótturfélag sitt.
Kaldalón hf. kaupir húsnæði Heimsferða í gegnum dótturfélag sitt. Ljósmynd/Ásdís Ásgeirsdóttir

Kaldalón hf. hefur náð samkomulagi um kaup á fasteigninni Skógarhlíð 18 í Reykjavík þar sem Heimsferðir hafa verið til húsa, að því er kemur fram í tilkynningu. Kaupverð eignarinnar er milljarður króna.

Samningur hefur verið undirritaður við Ríkiseignir fyrir Heilsugæsluna Hlíðum á meirihluta húsnæðisins. Áætluð afhending er sumarið 2023.

Áður hefur verið greint frá því að Kaldalón hafi í gegnum dótturfélag sitt fest kaup á Hæðarsmára 2, 4 og 6 í Kópavogi, fyrir rúmlega milljarð króna. Í fasteignunum er meðal annars staðsett Orkan, Bílaapótek og um sex fyrirtæki í Hæðarsmára 6, þar á meðal Space hárstofa.

Kaldalón hefur þá einnig skrifað undir samning á kaupum á fasteigninni Þverholti 1 í Mosfellsbæ og hluta fasteignar við Víkurhvarf 1 í Kópavogi. Heildarkaupverð er um 850 milljónir króna. Dótturfélag Kaldalóns á fyrir meirihluta Víkurhvarfs 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK