Nýr samningur um Mílu – lækkar um 5 milljarða

Samkomulag hefur náðst um tilteknar breytingar á sölu Mílu.
Samkomulag hefur náðst um tilteknar breytingar á sölu Mílu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í dag náðu Síminn hf. og Ardian France SA samkomulagi um tilteknar breytingar á samningum sín á milli vegna kaupa og sölu á 100% hlutafjár í Mílu ehf.

Heildarvirði viðskiptanna lækkar um 5 miljarða króna, úr 78 milljörðum í 73 milljarða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum.

Samkvæmt breyttum kaupsamningi fær Síminn greitt á efndadegi um 35 milljarða króna í reiðufé og 19 milljarðar króna verða lánaðir í formi skuldabréfs sem Síminn veitir kaupanda til þriggja ára.

Skuldabréfið var áður 15 milljarðar króna eins og fram kom í tilkynningu Símans dags. 23. október 2021. Skuldabréfið er framseljanlegt og ber 4% vexti sem er óbreytt frá fyrra samkomulagi. Leiða þessar breytingar á kaupsamningnum til þess að áætlaður söluhagnaður er 41,8 milljarðar króna, að teknu tilliti til kostnaðar vegna viðskiptanna, sem er lækkun um 4,6 milljarða króna frá því sem tilkynnt var þann 23. október 2021.

Kaupsamningurinn m.t.t. framangreindra breytinga er háður þeim fyrirvara að tillögur Ardian gagnvart Samkeppniseftirlitinu séu fullnægjandi og að ekki þurfi að koma til frekari íþyngjandi skilyrða og/eða breytinga til að mæta kröfum Samkeppniseftirlitsins.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK