Greiða um 4,4 milljarða í skatt af sölunni á Vísi

Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar.
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar. mbl.is

Þegar og ef kaup Síldarvinnslunnar hf. á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi hf. í Grindavík ganga í gegn, munu núverandi eigendur Vísis greiða um 4,4 milljarða króna í fjármagnstekjuskatt til ríkisins.

Sem kunnugt er var tilkynnt um kaupin um þarsíðustu helgi, en þau eru háð niðurstöðu áreiðanleikakönnunar, samþykki hluthafafundar Síldarvinnslunnar hf. og Samkeppniseftirlitsins.

Kaupverð hlutafjár í Vísi hf. nam 20 milljörðum króna en auk þess mun Síldarvinnslan taka yfir 11 milljarða króna vaxtaberandi skuldir félagsins – og nemur kaupverðið því í heild 31 milljarði króna. Aftur á móti ber núverandi eigendum Vísis að greiða fjármagnstekjuskatt af þeim 20 milljörðum, sem nemur sölu hlutafjár, sem eru sem fyrr segir um 4,4 milljarðar króna.

Nær 100% skattstofn

Fyrir þessu er einföld ástæða. Hlutafé Vísis er bókfært á um 12,5 milljónir króna – þó að aflaheimildir félagsins séu, eðli málsins samkvæmt, mun verðmætari – og því myndast nær 100% skattstofn af þeim 20 milljörðum sem nema söluverði hlutafjárins. Ef hlutafé Vísis hefði verið um 15 milljarðar króna, svo tekið sé dæmi, hefðu eigendur félagsins aðeins þurft að greiða fjármagnstekjuskatt af þeim fimm milljörðum sem ber á milli.

Síldarvinnslan greiðir um sex milljarða í reiðufé fyrir Vísi en afganginn, um 14 milljarða, með hlutabréfum í Síldarvinnslunni. Eigendur Vísis verða þannig kjölfestufjárfestar í Síldarvinnslunni, sem er skráð á markað. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er gert ráð fyrir að meginþorri þess reiðufjár sem greitt er fyrir félagið renni til ríkisins í formi fjármagnstekjuskatts og eftir atvikum til að standa skil á erfðafjárskatti.

Greinina í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK