Airbnb tífaldar sektir

Airbnb tífaldar sektir til að reyna að sporna við fyrirsjáanlegum …
Airbnb tífaldar sektir til að reyna að sporna við fyrirsjáanlegum afbókunum af hendi gestgjafa. AFP

Útleiguþjónustan Airbnb stefnir á að hækka sektir sem gestgjafar fá þegar þeir afbóka gesti með stuttum fyrirvara. Munu sektirnar hljóða upp á þúsund dali í stað hundrað. Þetta kemur fram í grein Insider.

Hingað til hefur gestgjafi sem segir upp bókun innan við viku frá þeim tíma sem gestur var búinn að bóka, þurft að greiða hundrað dala sekt eða því sem nemur 13.660 íslenskum króna. Þann 22. ágúst mun þó breyting taka gildi þar sem gjaldið mun hækka í 136.660 krónur. Sektirnar eru dregnar frá þeim tekjum gestgjafa sem eiga eftir að berast.

„Þegar gestgjafar hætta við bókun gesta vegna fyrirsjáanlegra aðstæðna – eins og vegna tvíbókunar eða þegar gestgjafar vilja frekar hýsa vini eða fjölskyldu – þá verða gestir óöruggari með að bóka á Airbnb. Þetta hefur áhrif á alla aðra gestgjafa og skaðar samfélagið okkar,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Þá segir einnig að núverandi gjald sé ekki í samræmi við kostnaðinn sem hlýst af því að finna nýtt húsnæði fyrir gestina.

Geta sótt um undanþágu

Gestgjafar geta enn sótt um undanþágu frá sektinni ef þeir sýna fram á að þeir hafi þurft að hætta við bókunina vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Getur það til dæmis verið vegna viðgerða á eigninni sem skyndilega þarf að sinna eða veikinda.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK