Örn sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Suður-Þingeyinga

Örn hefur starfað á fjármálamarkaði frá árinu 2000.
Örn hefur starfað á fjármálamarkaði frá árinu 2000. Ljósmynd/Sparisjóður Suður-Þingeyinga

Örn Arnar Óskarsson hefur verið ráðinn sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Suður-Þingeyinga ses. og mun hefja störf í ágúst.

Hann hefur víðtæka reynslu af fjármálamarkaði og hefur starfað nánast óslitið í greininni frá árinu 2000, að því er fram kemur á vef sparisjóðsins.

Örn starfaði sem viðskiptastjóri í fyrirtækjaþjónustu Landsbankans í átta ár, en þar áður var hann sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðlendinga. Þá þekkir hann vel til á starfssvæði Sparisjóðsins en hann ólst upp á Kópaskeri og hefur alltaf haft góða tengingu við Þingeyjarsýslur.

Sparisjóður Suður-Þingeyinga ses. varð til við sameiningu fimm sparisjóða í Suður-Þingeyjarsýslu.

Aðalstarfsstöð Sparisjóðsins er á Laugum í Reykjadal en að auki eru starfræktar tvær starfsstöðvar, annars vegar í Reykjahlíð í Mývatnssveit og hins vegar á Garðarsbraut á Húsavík.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK