Krefjast stjórnarkjörs

Höfuðstöðvar Sýnar.
Höfuðstöðvar Sýnar. mbl.is/Hari

Gavia Invest ehf. sem fer með atkvæðisrétt fyrir hlutafé í Sýn hf. sem nemur 16,08% hefur farið fram á að stjórn Sýnar hf. boði til hluthafafundar í félaginu. Þess er krafist að umboð núverandi stjórnar verði fellt niður og ný stjórn kjörin. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Fjárfestingafélagið Gavia Invest ehf. festi kaup á 14,95% hlut í Sýn í gær, á genginu 64 krónur, sem var 9,4% hærra en gengið á föstudag, þegar það stóð í 58,5 krónum.

Síðar í gær barst tilkynning um að félagið hefði fest kaup á 1,13% til viðbótar í félaginu. Hlutur Gavia Invest stendur því í 16,08%.

Í kjölfarið hækkaði gengið og stóð í 62 krónum við lok viðskiptadags í gær. Fjárfestingafélagið Ursus, sem er í eigu Heiðars Guðjónssonar, seldi Gavia Invest 12,72% hlut sinn í Sýn og tilkynnti hann um leið að hann myndi hætta sem forstjóri félagsins.

Í samtali við mbl.is í gær sagði Jón Skaftason, fyrirsvarsmaður Gavia, að félagið hygðist beita sér í rekstri Sýnar. Það myndi gera kröfu um hluthafafund og að stjórnarkjör verði sett á dagskrá. Þetta hefur nú gengið eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK