Bankarnir skila 32,2 milljarða hagnaði

Íslandsbanki, Arion banki og Landsbankinn.
Íslandsbanki, Arion banki og Landsbankinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stóru bankarnir þrír högnuðust um alls 32,2 milljarða króna á fyrri hluta ársins. Það er 4,8 milljörðum minni samanlagður hagnaður en á sama tímabili í fyrra.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, föstudag.

Minni hagnaður stafar einkum af verri markaðsskilyrðum og þar af leiðandi minni fjárfestingatekjum.

Hagnaður Landsbankans hefur dregist mikið saman milli ára. Hann var 14,1 milljarður á fyrri hluta síðasta árs en 5,6 milljarðar á fyrri hluta þessa árs.

Jók hagnaðinn milli ára

Arion banki eykur hins vegar hagnað sinn milli ára. Hann var 13,9 milljarðar á fyrri hluta síðasta árs en 15,5 milljarðar á fyrri hluta þessa.

Íslandsbanki eykur einnig hagnað sinn. Hann var 9 milljarðar á fyrri hluta síðasta árs en 11,1 milljarður á fyrri hluta þessa árs.

Sé rýnt nánar í hagnað Arion banka kemur í ljós að eignasala á verulegan þátt í hagnaði á fyrri hluta ársins. Þannig hagnaðist bankinn um 5,7 milljarða af sölunni á Valitor og um 1,1 milljarð af öðrum þáttum í rekstri sem hefur verið hætt.

Vaxta- og þjónustutekjur námu alls 98% af rekstrartekjum Íslandsbanka á síðasta ársfjórðungi. Slæm skilyrði á eignamörkuðum hafa því minni áhrif á hagnaðinn en ella.

Jákvæð áhrif á reksturinn

Seðlabanki Íslands hefur hækkað stýrivexti á árinu um 2,75%, úr 2% í 4,75%, en þeir urðu lægstir 0,75% í nóvembermánuði 2020.

Haft var eftir Snorra Jakobssyni hjá Jakobsson Capital í Morgunblaðinu í síðustu viku að almennt hafi hærra vaxtastig jákvæð áhrif á rekstur bankanna. Það virðist hafa raungerst. Þ.m.t. Íslandsbanka sem eykur sem áður segir vaxta- og þjónustutekjur sínar milli ára.

Meira í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK