Hlutabréfin rjúka upp eftir að gos hófst

Icelandair hefur hækkað í Kauphöllinni frá því að mbl.is greindi …
Icelandair hefur hækkað í Kauphöllinni frá því að mbl.is greindi frá eldgosi á Reykjanesskaga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hlutabréfaverð Icelandair hefur hækkað um 7% frá því að mbl.is greindi, fyrst allra miðla, frá eldgosinu sem hófst á öðrum tímanum eftir hádegi á Reykjanesskaga.

Markaðurinn virðist túlka gosið sem svo að það muni verða aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn.

Hlutabréfaverð Play hefur einnig hækkað eftir fréttirnar, þó aðeins minna eða um 3%. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK