Englandsbanki hækkar stýrivexti um 0,5%

Andrew Bailey, seðlabankastjóri Englands.
Andrew Bailey, seðlabankastjóri Englands. AFP/STEFAN ROUSSEAU

Englandsbanki hækkaði stýrivexti um 0,5% í dag, en þetta er mesta stýrivaxtahækkun bankans í aldarfjórðung. Stýrivextir í Bretlandi standa nú í 1,75%.

Bankinn fylgir í fótspor bandaríska seðlabankans sem hækkaði stýrivexti í síðustu viku en í vikunni þar áður hækkaði evrópski seðlabankinn vexti.

Fram kemur í greinargerð Englandsbanka að peningastefnunefnd bankans hafi samþykkt hækkunina með 8 atkvæðum gegn 1.

Sá sem greiddi atkvæði gegn meirihlutanum vildi hækka vextina um 0,25 prósentur.

Versnandi horfur

Bandaríski seðlabankinn hækkaði vexti í síðustu viku um 0,75 pró­sent­ur. Það er fjórða vaxta­hækk­un bank­ans í ár og eru vext­ir nú 2,25%.

Verðbólga hef­ur verið á upp­leið í Banda­ríkj­un­um og hafa vænt­ing­ar um efna­hags­horf­ur dapr­ast, að minnsta kosti út þetta ár og næsta.

Í vikunni áður, fimmtudaginn 21. júlí, hækkaði evr­ópski seðlabank­inn vexti um 0,5%. Það var fyrsta vaxta­hækk­un bank­ans í 11 ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK