Hluthafafundur í Sýn í lok ágúst

mbl.is/Hari

Stjórn Sýnar hefur, að kröfu Gavia, boðað til hluthafafundar í félaginu sem haldinn verður 31. ágúst nk.

Gavia Invest, félag sem í uppphafi síðustu viku keypti allan eignarhlut Heiðars Guðjónssonar forstjóra, hefur síðan þá aukið við hlut sinn í Sýn og fer nú með um 16% eign í félaginu. Gavia sendi stjórn Sýnar bréf á þriðjudag í síðustu viku þar sem óskað var eftir hluthafafundi, og að á fundinum verði tekin fyrir tillaga um að umboð núverandi stjórnar verði fellt niður og ný stjórn kjörin. Í bréfinu vísar Gavia til þess að umtalsverðar breytingar hafi orðið á hluthafahópi Sýnar.

Reynir Grétarsson, stofnandi Creditinfo, fer fyrir Gavia Invest ásamt Jóni Skaftasyni, sem er náinn samstarfsmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Eins og Morgunblaðið hefur áður greint frá var Arion banki ráðgjafi kaupenda í viðskiptunum sem fram fóru í síðustu viku. Á liðnum dögum hafa átt sér stað töluverð viðskipti með bréf í félaginu. 

Þegar þetta er skrifað hefur gengi bréfa í Sýn hækkað um 3,1% það sem af er degi í um 1,4 milljarða króna viðskiptum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK