Mikki refur með neikvætt eigið fé

Dóri DNA
Dóri DNA Styrmir Kari

Veitinga- og heildsölufélagið Mikki refur ehf. tapaði tæpum sex milljónum króna á síðasta ári, samanborið við tap upp á um 1,4 milljónir króna á árið áður.

Félagið er í eigu Halldórs Laxness Halldórssonar, sem er betur þekktur sem Dóri DNA, og rekur samnefnt veitingahús á Hverfisgötu í Reykjavík. Þá opnaði félagið einnig aðstöðu í mathöllinni í Grósku nýlega.

Tekjur Mikka refs námu á síðasta ári um 57,2 milljónum króna, samanborið við 9,6 milljónir króna árið 2020. Rekstrarkostnaður félagins nam í fyrra tæpum 63 milljónum króna en var um 11 milljónir króna árið áður. Í lok síðasta árs var eigið fé félagsins neikvætt um rúmar 7,4 milljónir króna en skammtímaskuldir þess um 14,8 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK