Bókanir hrannast inn eftir að gos hófst

Birgir segir ferðamenn bóki bæði styttri og lengri ferðir til …
Birgir segir ferðamenn bóki bæði styttri og lengri ferðir til landsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eftir að eldgos hófst í Meradölum hefur Ísland enn og aftur vakið athygli á heimsvísu sem væntanlegur áfangastaður meðal erlendra ferðamanna. Íslensku flugfélögin Play og Icelandair finna bæði fyrir þessum aukna áhuga.

„Reynslan sínir að eldgos vekja áhuga,“ segir staðgengill upplýsingafulltrúa Icelandair.

Líkt og mbl.is hefur greint frá hafa hlutbréf flugfélaganna tveggja hækkað frá því að gosið hófst.

Birgir Olgeirsson, sérfræðingur í almannatengslum hjá Play, segir í samtali við mbl.is að bókanir hafi farið að hrúgast inn í gær. Þá býst flugfélagið við að bókunum muni fjölga enn frekar. 

Icelandair deildi því á samfélagsmiðla sína að eldgos væri hafið. Að sögn Guðna Sigurðssonar, staðgengils upplýsingafulltrúa Icelandair, hefur flugfélagið fundið fyrir auknum áhuga á Íslandi sem áfangastað.

„Við höfum tekið eftir virkni á okkar miðlum. Það er áhugi bæði á samfélagsmiðlum og svo er aukin umferð á vefsíðuna okkar. Reynslan sínir að eldgos vekja áhuga. Sérstaklega ef þau eru með þessum hætti að þau skapi ekki vandræði eins og Eyjafjallajökull gerði,“ segir Guðni í samtali við mbl.is. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK