Bretland er á leið í kreppu

Englandsbanki
Englandsbanki AFP

Samdráttarskeið mun hefjast í breska hagkerfinu frá og með fjórða ársfjórðungi og mun niðursveiflan vara út næsta ár. Þá hefur verðbólguþrýstingur í Bretlandi aukist.

Þetta kom fram í greinargerð peningastefnunefndar Englandsbanka sem hækkaði vexti um 0,5 prósentur í gær, eða í 1,75%. Þetta var mesta vaxtahækkun bankans í 27 ár.

Vextir Englandsbanka náðu lágmarki er þeir voru lækkaðir í 0,1% hinn 19. mars 2020 eftir að kórónuveirufaraldurinn var hafinn. Í greinargerðinni segir að verðbólga hafi farið í 9,4% í júní, sem sé langt yfir 2% markmiði bankans, og að m.a. vegna hækkandi orkuverðs muni verðbólgan fara í allt að rúmlega 13% á fjórða fjórðungi. Athygli vekur að spáð er 9,5% verðbólgu á þriðja fjórðungi á næsta ári.

Hefur þrýst á launahækkanir

Þá hafi hækkandi verð á innfluttum vörum sitt að segja, ásamt því sem þróunin á vinnumarkaði hafi ýtt undir verðbólgu. Nánar tiltekið hafi framboð starfa verið umfram eftirspurn og því hafi atvinnuveitendur þurft að bjóða hærri laun til að laða til sín vinnuafl. Atvinnuleysið mældist 3,8% í vor og er búist við að það fari að aukast á ný á næsta ári. Það muni draga úr launaþrýstingi.

Almennt hafi hækkandi orkuverð skert ráðstöfunartekjur heimila og það hægt á breska hagkerfinu. Gert er ráð fyrir að ráðstöfunartekjur heimila, að frádregnum skatti, dragis saman um 1,5% í ár og um 2,25% á næsta ári en aukist um 0,75% 2024.

Tekið er fram að óvissa í efnahagsmálum sé nú mikil, ekki síst varðandi þróun orkuverðs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK