Með rúma fjóra milljarða í eigið fé

Einar Örn Ólafsson, stjórnarformaður Play.
Einar Örn Ólafsson, stjórnarformaður Play. mbl.is/Unnur Karen

Einir ehf., félag í eigu Einars Arnar Ólafssonar fjárfestis, hagnaðist í fyrra um 922,5 milljónir króna, samanborið við hagnað upp á um 883,6 milljónir króna árið áður. Eigið fé Einis var í árslok um 4,2 milljarðar króna. Félagið er skuldlaust.

Einir á um þriðjungshlut í Fiskisundi ehf., sem meðal annars á um 8,6% hlut í flugfélaginu Play hvar Einar Örn er stjórnarformaður. Þá á félagið einnig hluti í Kex Hostel, Terra (áður Gámaþjónustan) og félögum tengdum Terra og öðrum félögum. Þá átti félagið áður stóran hlut í Arnarlaxi sem seldur var 2019.

Einir á einnig rúmlega 43% hlut í Ferdinand, sem á helmingshlut í Kaffihúsi Vesturbæjar og fasteign kaffihússins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK