Metsumar hjá bílaleigum í ár

Ferðamenn koma í stríðum straumum til landsins og markaðsaðilar telja að þetta sumar sé það besta til þessa. Þeir aðilar sem blaðamaður hefur rætt við segja nær allir að Bandaríkjamenn séu að koma sterkir inn upp á síðkastið, sem skýrist líklega af góðu gengi dollars.

Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar, segist hafa gert ráð fyrir góðu sumri en hafi ekki látið sig dreyma um sumar líkt og þetta.

Annasamara en 2018 og 2019

„Sumarið hefur farið langt fram úr okkar væntingum. Fólk er ekki búið að ferðast í tvö ár svo við gerðum ráð fyrir uppsafnaðri ferðaþörf - og það kom á daginn. Hins vegar gerðum við ekki ráð fyrir stríði og bílaskorti sem hefur verið að trufla,“ segir Steingrímur og nefnir að tafir á afhendingu á bílum hafi valdið því að bílaleigubíla skorti í lok júní. Því sé búið að kippa í lag en bílaleigan hafi bætt við sig 1.800 bílum í ár. Júní og júlí hafi verið bestu mánuðir fyrirtækisins til þessa.

„Þetta var besti júní í manna minnum og júlí líka. Ágúst verður svipaður og í fyrra sýnist mér en haustið er hins vegar enn vel undir síðasta hausti, sem var reyndar óvenjugott. Þetta sumar er annasamara heldur en 2018 og 2019. Við eigum eftir að sjá hvernig haustið þróast og þar með árið, því þetta skiptir allt í heildina máli,“ segir Steingrímur og nefnir að árið sé ekki búið fyrr en það er búið, það geti alltaf eitthvað komið upp á.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK