Tilfærslur á eignarhlutum í Play

Ljósmynd/Aðsend

Ýmsar breytingar áttu sér stað á hluthafahópi flugfélagsins Play í júlí. Í lok júní átti Kvika banki, þá væntanlega í gegnum framvirka samninga viðskiptavina sinna, um 1,36% hlut í félaginu en bankinn var ekki lengur á lista yfir 20 stærstu hluthafa í lok júlí.

Þá hefur Dalia ehf., sem átti um 3% hlut í Play, einnig horfið af lista yfir 20 stæstu hluthafa. Eigendur Daliu eru bræðurnir Guðmundur Kristinn, Guðbjörn Jón og Sigurður Straumfjörð Pálssynir í gegnum félagið Reykjaskarð ehf.

Í lok júní áttu Arion banki og Íslandsbanki töluverða hluti í Play. Arion var með um 4,5% hlut en Íslandsbanki með um 1,5% hlut. Líkt og í tilviki Kviku, má gera ráð fyrir því að þessir eignarhlutir séu í raun í eigu viðskiptavina bankanna. Arion banki seldi rúmlega 20,5 milljónir hluta í Play í júní en á móti kemur að hlutabréfasjóður Stefnis, sem er í eigu Arion, á nú tæpar 10 milljónir hluta og kemur nýr inn á lista yfir 20 stærstu eigendur. Þá seldi Íslandsbanki um tvær milljónir hluta en IS Einkasafn C, sjóður í rekstri Íslandsbanka, á nú tæpar 11 milljónir hluta í Play, eða um 1,65%.

Lífeyrissjóðurinn Lífsverk bætti lítillega við sig í félaginu í júlí, eða tæplega 900 þúsund hlutum og er nú fjórði stærsti eigandi Play, með um 4,2% hlut. Þá hefur Akta Stokkur, hlutabréfasjóður í eigu Akta, bætt við sig um 630 þúsund hlutum og á nú tæplega 1,9% í félaginu.

Gengi bréfa í Play hefur hækkað um tæp 20% á einum mánuði en þó lækkað um rúm 17% það sem af er ári. Þá hefur félagið lækkað um tæp 22% frá því að það var skráð á markað í júlí í fyrra. Útboðsgengi í hlutafjárúboði félagsins í fyrravor var 18 kr. á hlut. Hæst fór gengið í rúmar 29 kr. á hlut um miðjan október sl., en lægst fór það í 15,7 kr. á hvern hlut undir lok júní sl.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK