Fleiri farþegar í júlí en á öllu síðasta ári

Um 25% fleiri farþegar flugu með Play í júlí en …
Um 25% fleiri farþegar flugu með Play í júlí en í júní. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flugfélagið Play flutti 109.937 farþega í júlí að því er kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Er það 25% aukning frá því í júnímánuði þegar 87.932 farþegar flugu með flugfélaginu.

Fjöldi farþega í júlí er þar með meiri heldur en samanlagður fjöldi allra farþega Play á síðasta ári. Sætanýting var 87,9% í júlí en var 78,2% í júní og 69,6% í maí.

Flugu til allra áfangastaða

„Þessi hagfellda þróun helgast að mestu leyti af tengiflugi Play yfir Atlantshafið á milli stórborga í Evrópu og Bandaríkjunum,“ segir í tilkynningunni.

Þar segir að júlímánuður hafi markað tímamót þar sem hann var fyrsti mánuðurinn þar sem Play flaug á alla áfangastaði sem höfðu verið boðaðir í ár.

Play var með 79% stundvísi í júlí sem flugfélagið segir að teljist „mjög ásættanlegt“.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK