Musk storkar stjórnendum Twitter

Elon Musk.
Elon Musk. AFP

Elon Musk tísti á laugardag að hann sé reiðubúinn að standa við 44 milljarða dala kauptilboð sitt ef stjórn Twitter uppplýsir hvaða aðferðum fyrirtækið hefur beitt til að leggja mat á fjölda raunverulegra notenda samfélagsmiðilsins.

„En ef það kemur í ljós að þær upplýsingar [um fjölda notenda] sem þau veittu bandaríska fjármálaeftirlitinu eru efnislega rangar, þá ætti ekki að verða af kaupunum,“ ritaði Musk.

Hefur Morgunblaðið fjallað ítarlega um yfirtökutilboð Musks og deilur hans við stjórnendur Twitter. Féllst stjórn Twitter á endanum á að leyfa yfirtökuna en Musk gerði það að skilyrði að fengið yrði á hreint hversu hátt hlutfall notendareikninga hjá Twitter eru gervireikningar. Vefengir hann þær fullyrðingar Twitter að hlutfallið sé minna en 5%.

Fyrir mánuði ákvað Musk síðan að hætta við kaupin og vísaði til skorts á upplýsingagjöf. Standa Twitter og Musk nú í dómsmáli þar sem Twitter freistar þess að þvinga hann til að ljúka við kaupin á félaginu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK