Domino's gefst upp á Ítalíu

Domino's hóf starfsemi sína á Ítalíu fyrir sjö árum síðan.
Domino's hóf starfsemi sína á Ítalíu fyrir sjö árum síðan. Facebook síða Domino's á Ítalíu

Öllum 29 pizzastöðum Domino's á Ítalíu hefur nú verið lokað. Fyrirtækið hóf starfsemi sína í landinu fyrir sjö árum síðan. Bloomberg greinir frá.

Domino's tók á sínum tíma lán til að opna 880 pizzastaði á Ítalíu en hörð samkeppni við heimamenn í kórónuveirufaraldrinum gerði það að verkum að ekkert varð af því.

Fyrirtækið hafði ætlað sér að skapa sér sérstöðu á markaði með því að vera með heimsendingarþjónustu úti um alla Ítalíu ásamt því að bjóða upp á álegg í amerískum stíl, til dæmis ananas.

Heimsendingarþjónustan varð þeim að falli

Auknar vinsældir heimsendingarþjónustu í gegnum þriðja aðila, eins og Just Eat og Deliveroo, gerði það að verkum að litlir veitingastaðir gátu keppt við heimsendingarþjónustu Domino's. Sérstaklega átti þetta við þegar samkomutakmarkanir voru sem strangastar, sem hefðu annars getað farið illa með litlu veitingastaðina.

Fyrirtækið hætti að bjóða upp á heimsendingaþjónustu í lok júlí. Lokunin kom sumum viðskiptavinum Domino's á óvart, þar sem fyrirtækið hætti skyndilega að svara símtölum og pöntunum.

Umboðsaðili Domino's á Ítalíu, ePizza, skuldaði 10,6 milljón evrur (rúmlega 1,5 milljarða króna) í lok ársins 2020.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK