Lætur af störfum sem forstjóri HS Veitna

Júlíus Jón Jónsson, fráfarandi forstjóri HS Orku hf..
Júlíus Jón Jónsson, fráfarandi forstjóri HS Orku hf.. Ljósmynd/Oddgeir Karlsson

Júlíus Jón Jónsson, forstjóri HS Veitna, mun láta af störfum hjá félaginu um komandi áramót eftir 40 ár í starfi. Starf forstjóra var auglýst um nýliðna helgi og er umsóknarfrestur til og með 21. ágúst nk.

Þetta kem­ur fram í ViðskiptaMogg­an­um sem fylg­ir Morg­un­blaðinu í dag, miðviku­dag.

Júlíus Jón hefur verið forstjóri HS Veitna frá ársbyrjun 2014. Hann var áður forstjóri HS Orku og forvera þess, Hitaveitu Suðurnesja, frá 1992 og fjármálastjóri sama félags frá 1982.

Hitaveitu Suðurnesja var skipt upp í tvö félög, HS Orku og HS Veitur, árið 2008 og gegndi Júlíus Jón forstjórastarfi beggja félaga til loka árs 2013.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK