Disney+ ætlar að hækka gjaldið um 38 prósent

Áskrifendur að streymisveitunni Disney+ munu þurfa að greiða hærra verð …
Áskrifendur að streymisveitunni Disney+ munu þurfa að greiða hærra verð í desember til að losna undan auglýsingum. AFP/Nick Agro

Streymisveitan Disney+ ætlar að hækka gjöld um 38% í desember. Eina leiðin fyrir áskrifendur að komast hjá hækkuninni er að sætta sig við auglýsingar, að því er segir í umfjöllun Reuters um breytinguna.

Fyrr í dag var greint frá því að Disney hefði tekið fram úr keppinauti sínum Netflix hvað varðar áskrifendafjölda en áskrifendur að öllum streymisveitum Disney, sem inniheldur Hulu og ESPN+ auk Disney+, voru rúmlega 221 milljón talsins í byrjun júlí.

Netflix telur um 220 milljónir áskrifenda.

Losna við auglýsingar með 11 dala áskrift

Áskrift að Disney+ mun kosta tæpa 11 bandaríkjadali á mánuði í desember en með því að greiða það verð losna áskrifendur við auglýsingar.

Áskriftin í dag kostar tæpa 8 dali en frá og með desember fylgja auglýsingar með því verði. Þá kemur fram að áskrift að Hulu gæti hækkað úr einum dali í tvo á mánuði í desember.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK