Kynnisferðir hagnast um 223 milljónir

Kynnt var um breytinguna í maí.
Kynnt var um breytinguna í maí. Ljósmynd/Icelandia

Hagnaður Kynnisferða nam 223 milljónum króna á síðasta ári. Tekjur félagsins námu 6,1 milljarði króna í fyrra. 

Hagnaður fyrir skatta, vexti og afskriftir nam 1,6 milljörðum króna, eða um 27% af veltu fyrirtækisins. Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins var 42,85% í lok síðasta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Kynnisferðir og Eldey sameinuðust í eitt félag á síðasta ári. Félagið rekur að auki fimm ferðaþjónustufyrirtæki undir vörumerkinu ICELANDIA eins og það tilkynnti í maí. 

Afar sáttur við niðurstöðuna

Undir vörumerkinu eru Reykjavík Excursions/Kynnisferðir, Icelandic Mountain Guides, Iceland Rovers, Dive.is og Flybus. Auk þess er félagið umboðsaðili Enterprise Rent-a-car, er undirverktaki Strætó bs. í akstri á höfuðborgarsvæðinu og rekur dráttarbílafyrirtækið Garðaklett.

„Við erum afar sátt við þessa niðurstöðu, sem er í samræmi við áætlanir okkar. Á síðasta ári fór að draga úr neikvæðum áhrifum kórónuveirufaraldursins, fjöldi ferðamanna jókst á ný og fyrirtækið var vel undirbúið undir þá aukningu,“ er haft eftir Birni Ragnarssyni, framkvæmdastjóri félagsins, í tilkynningu.

 „Reksturinn það sem af er ári 2022 er jafnframt í samræmi við áætlanir okkar, félagið er öflugt á sínu sviði og mun halda áfram að vaxa og eflast.“

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK