Kynnisferðir hagnast um 223 milljónir

Kynnt var um breytinguna í maí.
Kynnt var um breytinguna í maí. Ljósmynd/Icelandia

Hagnaður Kynnisferða nam 223 milljónum króna á síðasta ári. Tekjur félagsins námu 6,1 milljarði króna í fyrra. 

Hagnaður fyrir skatta, vexti og afskriftir nam 1,6 milljörðum króna, eða um 27% af veltu fyrirtækisins. Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins var 42,85% í lok síðasta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Kynnisferðir og Eldey sameinuðust í eitt félag á síðasta ári. Félagið rekur að auki fimm ferðaþjónustufyrirtæki undir vörumerkinu ICELANDIA eins og það tilkynnti í maí. 

Afar sáttur við niðurstöðuna

Undir vörumerkinu eru Reykjavík Excursions/Kynnisferðir, Icelandic Mountain Guides, Iceland Rovers, Dive.is og Flybus. Auk þess er félagið umboðsaðili Enterprise Rent-a-car, er undirverktaki Strætó bs. í akstri á höfuðborgarsvæðinu og rekur dráttarbílafyrirtækið Garðaklett.

„Við erum afar sátt við þessa niðurstöðu, sem er í samræmi við áætlanir okkar. Á síðasta ári fór að draga úr neikvæðum áhrifum kórónuveirufaraldursins, fjöldi ferðamanna jókst á ný og fyrirtækið var vel undirbúið undir þá aukningu,“ er haft eftir Birni Ragnarssyni, framkvæmdastjóri félagsins, í tilkynningu.

 „Reksturinn það sem af er ári 2022 er jafnframt í samræmi við áætlanir okkar, félagið er öflugt á sínu sviði og mun halda áfram að vaxa og eflast.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK