Minnsta atvinnuleysi í 40 mánuði

Skráð atvinnuleysi var 3,2% í seinasta mánuði og minnkaði um …
Skráð atvinnuleysi var 3,2% í seinasta mánuði og minnkaði um 0,1 prósentustig frá júnímánuði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skráð atvinnuleysi var 3,2% í seinasta mánuði og minnkaði um 0,1 prósentustig frá júnímánuði. Atvinnuleysi hefur ekki mælst minna á vinnumarkaðinum frá því í mars árið 2019 eða á undanförnum 40 mánuðum. Spáð er 3-3,4% atvinnuleysi í ágústmánuði.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, fimmtudag.

Líkt og á umliðnum mánuðum og misserum var atvinnuleysi mest á Suðurnesjum í júlí, eða 5,5%, en það dróst saman úr 5,8% í júní. Skráð atvinnuleysi á Suðurnesjum hefur ekki mælst minna frá því í mars árið 2019 en til samanburðar var það 10,9% í júlí í fyrra.

Í skýrslu Vinnumálastofnunar, sem birt var í gær, kemur fram að 6.279 einstaklingar voru að meðaltali atvinnulausir í júlí, 3.402 karlar og 2.877 konur. „Alls höfðu 2.387 verið án atvinnu í meira en 12 mánuði í lok júlí og fækkaði um átta frá júní.

Meira í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK