Stundin rekin með tapi í fyrra

Ljósmynd/Karolina Fund

Tap Útgáfufélags Stundarinnar nam á síðasta ári 1,2 milljón króna, en félagið var rekið með um 7,2 milljóna króna hagnaði árið áðu. Tekjur félagsins námu tæpum 234 milljónum króna á árinu og hækkuðu um tæpar 9,2 milljónir króna á milli ára. Rekstargjöld Stundarinnar námu þó um 236,2 milljónum króna og hækkuðu um 22,2 milljónir króna á milli ára.

Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins. Eigið fé félagsins var um 14 milljónir króna í árslok.

Stærsti úgjaldaliður félagsins voru laun og launatengd gjöld, sem námu 127,4 milljónum króna á árinu og hækkuðu um 15,5 milljónir króna á milli ára.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka