Anna Sigrún yfir öldrunarmál borgarinnar

Anna Sigrún Baldursdóttir.
Anna Sigrún Baldursdóttir. Ljósmynd/Landspítalinn

Anna Sigrún Baldursdóttir hefur verið ráðin skrifstofustjóri og leiðtogi öldrunarmála hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar.

Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Reykjavíkurborgar.

Anna Sigrún tekur við starfinu af Berglindi Magnúsdóttur í október. 

Anna Sigrún er lærður hjúkrunarfræðingur og stundar nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands.

Hún hefur síðustu níu ár starfað sem aðstoðarmaður forstjóra og síðar framkvæmdastjóri á Landspítala. Hún var aðstoðarmaður Árna Páls Árnasonar, þáverandi velferðarráðherra í sameinuðu félags- og heilbrigðisráðuneyti frá árinu 2009 til ársins 2013.

Málaflokkar sem skrifstofa öldrunarmála ber ábyrgð á eru meðal annars heimahjúkrun, heimaþjónusta, hjúkrunarheimili, þjónustuíbúðir, heimsending matar og félagsstarf.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK