Áætla 500 milljónir í uppbyggingu á Blönduósi

Náttúruperlur eru margar í kringum Blönduós.
Náttúruperlur eru margar í kringum Blönduós. mbl.is/Jón Sigurðsson

Reynir Finndal Grétarsson stofnandi Creditinfo og Bjarni Gaukur Sigurðsson, einn stofnandi LS Retail, hafa stofnað þróunarfélag sem mun sjá um uppbyggingu miðbæjar og ferðaþjónustu á Blönduósi. Þeir eru báðir uppaldir Blönduósingar.

Félagið er búið að gera samning við Byggðastofnun um kaup á hótelinu í gamla bænum, sem hefur staðið autt, og einnig hefur það fest kaup á tveimur eignum til viðbótar í gamla bænum. Reynir áætlar að verkefnið muni kosta 200 milljónir króna til að byrja með og næstu fimm ár muni kostnaðurinn hlaupa á hálfum milljarði.

Vannýtt tækifæri

„Okkur langar að opna hótelið og jafnvel stækka það og gera upp eitthvað af húsunum, því þessi gamli bær er algjör perla. Þetta snýst ekki bara um hótelið heldur líka um það að fá fólk til þess að stoppa á Blönduósi og uppgötva þennan stað. Flestir keyra í gegn og fá sér eina pylsu. Blönduós er ekki bara pylsa,“ segir Reynir.

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK