Aðgangur að milljón titlum

Með því að nýta sér rafrænar bækur geta námsmenn sparað …
Með því að nýta sér rafrænar bækur geta námsmenn sparað sér 20-60% í útgjöldum hverja önn. Hákon Pálsson

Fylgifiskur þess að skólarnir byrja á haustin eru kaup á námsbókum. Heimkaup býður rafrænar bækur sem bæði er hægt að kaupa og leigja.

Sigurður Pálsson, verkefnastjóri rafrænna kennslubóka hjá Heimkaupum, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að sala skólabóka fari vel af stað hjá netversluninni. Hver menntastofnunin á fætur annarri sé að hefja starfsemi og nemendur séu byrjaðir að sanka að sér nauðsynlegum námsgögnum.

Sigurður segir að með því að nýta rafrænar bækur geti námsmenn sparað sér á bilinu 20-60% í útgjöldum yfir hverja önn.

Heimkaup hefur aðgang að tæplega einni milljón titla hjá tuttugu forlögum víðs vegar um heiminn en sjö þúsund rafrænar námsbækur eru í boði hjá versluninni fyrir íslenska markaðinn.

Sigurður Pálsson verkefnastjóri hjá Heimkaupum.
Sigurður Pálsson verkefnastjóri hjá Heimkaupum.

Aðspurður segir Sigurður að Heimkaup selji rafbækur til allra íslensku háskólanna.

„Heimkaup leggur upp með að bjóða rafrænar útgáfur allra námsbóka sem nemendur þurfa á að halda,“ segir Sigurður.

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK