Gera ráð fyrir að hámarki verðbólgu sé náð

Hafræðideild Landsbankans gefur reglulega út svokallaða Hagsjá.
Hafræðideild Landsbankans gefur reglulega út svokallaða Hagsjá. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spá hagfræðideildar Landspankans gerir ráð fyrir að hámarki verðbólgu sé náð og að í september megi strax sjá hjöðnun. Í nóvember gæti verðbólgan verið komin niður fyrir 9 prósent. 

Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,2 prósent milli mánaða í júlí, sem var nokkuð meira en hagfræðidreildin hafði átt von á.

„Munurinn skýrist af því að flugfargjöld hækkuðu mun meira en gert var ráð fyrir, m.a. vegna villu í mælingum Hagstofunnar mánuðinn á undan. Alls var verðbólgan í júlí 9,9 prósent og hefur hækkað nokkuð jafnt síðan byrjun árs 2020.“

Mun kosta meira að búa í eigin húsnæði

Alls er von á að vísitalan hækki um 0,4 prósenta milli mánaða í ágúst. Föt og skór og húsgögn og heimilisbúnaður munu hafa mest áhrif til hækkunar vegna útsöluloka.

Einnig mun kostnaður við að búa í eigin húsnæði hækka nokkuð. Við gerum síðan ráð fyrir því að dæluverð eldsneytis og flugfargjöld til útlanda muni lækka nokkuð milli mánaða.

Miklar hækkanir á húsnæðisverði hafa verið megindrifkraftur verðbólgunnar undanfarið, að mati hagfræðideildarinnar.

Merki kólnunar á fasteignamarkaði

Nú sjást hins vegar fyrstu merki kólnunar, en vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,1 prósent milli mánaða í júlí. Það er mun minni hækkun en hefur sést á síðustu mánuðum og bendir til þess að farið sé að hægja á eftir tímabil mikilla hækkana.

„Við teljum að markaðsverð húsnæðis sem Hagstofan reiknar og notar við útreikning á kostnaði við að búa í eigin húsnæði muna þróast með svipuðum hætti. Við teljum síðan að framlag vaxtabreytinga verði lítillega til lækkunar, en Hagstofan miðar við vexti á verðtryggðum íbúðalánum við útreikning á vaxtaliðnum. Til samans gerum við ráð fyrir að reiknuð húsleiga hækki um 1,0 prósentustig,“ segir í hagsjá bankans. 

Flugfargjöld hækkuðu óvenju mikið í sumar

Á meðan heimsfaraldurinn reið yfir hélt Hagstofan flugfargjöldum til útlanda óbreyttum, enda lá millilandaflug niðri. Fyrstu fimm mánuði ársins fylgdi verð á flugfargjöldum til útlanda nokkuð vel eftir verðinu í sama mánuði 2019.

Flugfargjöld hækkuðu svo langt umfram hefðbundna árstíðarsveiflu í sumar og var mælingin í júlí tæplega 30 prósent hærri en í júlí 2019.

Að einhverju leyti má rekja þetta til hækkunar á heimsmarkaðsverði eldsneytis en flugfargjöld í millilandaflugi í öðrum löndum hefur einnig hækkað skarpt.

„Við eigum von á að flugfargjöld verði áfram um 30 prósent dýrari en í samsvarandi mánuði árið 2019, enda mikil uppsöfnuð spurn eftir utanlandsferðum.“

Upsöfnuð þörf er fyrir utanlandsferðum.
Upsöfnuð þörf er fyrir utanlandsferðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sumarútsölur nálgast það sem var

Fyrir heimsfaraldurinn lækkuðu föt og skór vanalega um 10 prósent milli mánaða í júlí vegna sumarútsalna, en á meðan heimsfaraldrinum stóð voru sumarútsölurnar nokkuð slakar vegna aukinnar verslunar Íslendinga innanlands á meðan utanlandsferðir voru ekki í boði. Sumarútsölurnar virðast vera að nálgast aftur það sem var fyrir heimsfaraldurinn.

Nokkuð misjafnt hefur verið í gegnum tíðina hvort sumarútsölurnar teygja sig inn í ágúst, en í ár virðast flestar útsölurnar búnar í verðkönnunarvikunni og mun verðlækkunin í júlí ganga að mest til baka núna í ágúst.

Í ár virðast flestar útsölurnar búnar í verðkönnunarvikunni og mun …
Í ár virðast flestar útsölurnar búnar í verðkönnunarvikunni og mun verðlækkunin í júlí ganga að mest til baka núna í ágúst. mbl.is/​Hari

Bensínverð lækkar milli mánaða

Þá benda verðkannanir til þess að bensínverð hafi lækkað um 4 prósent milli mánaða. 

Spá bankans um 9,9 prósent verðbólgu í ágúst er 0,4 prósentustigum lægri en spáin sem birtist rétt eftir að Hagstofan birti júlímælingar vísitölu neysluverðs.

Skýrist munurinn annars vegar af því að við er gert ráð fyrir hóflegri hækkun á íbúðaverði og hins vegar af því að verðkönnun okkar sýnir að dæluverð hefur lækkað meira von var á.

Bensínverð hefur lækkað um 4 prósent milli mánaða.
Bensínverð hefur lækkað um 4 prósent milli mánaða. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK