Ná samningi við Walmart

Garðar Stefánsson, framkvæmdastjóri Good Good.
Garðar Stefánsson, framkvæmdastjóri Good Good.

Íslenska matvælafyrirtækið Good Good er komið með fótinn inn fyrir þröskuldinn hjá verslanarisanum Walmart í Bandaríkjunum. Þannig fást vörur Good Good í 3.500 verslunum fyrirtækisins.

Frá þessur greinir Garðar Stefánsson, stofnandi og forstjóri Good Good í viðtali í Dagmálum í dag. Fyrirtækið stofnaði hann ásamt þeim Agnari LeMacks og Jóhanni Inga Kristjánssyni árið 2015.

Velta fyrirtækisins nam tæpum milljarði í fyrra og segir Garðar að það stefni í að umsvifin tvöfaldist á þessu ári.

Hann vill ekki fullyrða hver vöxturinn verður á komandi árum en viðurkennir þó að stefnan sé sett á mun meiri stærðarhagkvæmni. Hann telur ákjósanlegt að veltan aukist upp í tug eða tugi milljarða á komandi árum.

Fleiri sneiða hjá sykurneyslu

Good Good var stofnað í kringum þá hugmynd að auka framboð á sykurlausum vörum. Notar fyrirtækið stevíu og erythritól í stað sykurs en það eru efni sem tryggja sætu í matvælum án þeirra áhrifa sem sykurneysla leiðir af sér.

Garðar segir markaðinn fyrir sykur- og kolvetnaskertar vörur í miklum vexti. Þar ráði bæði áhersla fólks á heilbrigðari lífsstíl en einnig sú staðreynd að sykursýki sé að verða æ útbreiddara vandamál.

Það á ekki síst við um Bandaríkin en þar hefur fyrirtækið haslað sér völl með afgerandi hætti, nú síðast með samningnum við Walmart. Um 60% af tekjum fyrirtækisins koma frá Bandaríkjunum þótt það dreifi einnig vörum sínum víða um Evrópu.

Nánar í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK