Rammagerðin kaupir Glófa

Páll Kr. Pálsson mun gegna stöðu framkvæmdastjóra félagsins áfram.
Páll Kr. Pálsson mun gegna stöðu framkvæmdastjóra félagsins áfram. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eigendur Rammagerðarinnar hafa keypt allt hlutafé Glófa ehf. sem er stærsti framleiðandi á íslenskri ullarvöru hér á landi.

Glófi framleiðir undir eigin vörumerki ásamt því að sinna framleiðslu á ullarvörum fyrir önnur íslensk vörumerki. Fyrirtækið var stofnað á Akureyri árið 1982 og hefur verið leiðandi í þróun og framleiðslu á prjónaðri ullarvöru hér á landi. Glófi var áður í eigu Páls Kr. Pálssonar og Helgu Lísu Þórðardóttur. Páll mun gegna stöðu framkvæmdastjóra félagsins áfram, að því er segir í tilkynningu. 
 
Glófi framleiðir allar sínar vörur á Íslandi undir vörumerkinu VARMA, um er að ræða ríflega 80 vörutegundir sem eru framleiddar í 400 mismunandi útfærslum og fáanlegar hjá 120 söluaðilum um land allt. Framleiðslan fer fram í Ármúla í Reykjavík og starfa 20 manns hjá fyrirtækinu. Helstu viðskiptavinir eru Íslendingar og erlendir ferðamenn en útflutningur til Þýskalands, Norðurlanda og Norður Ameríku fer vaxandi, segir ennfremur. 
 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK