Sjö vilja í stjórn Sýnar

Sýn er bæði fjarskiptafélag og fjölmiðlafyrirtæki.
Sýn er bæði fjarskiptafélag og fjölmiðlafyrirtæki. mbl.is/Hari

Sjö sækjast eftir stjórnarkjöri hjá fjarskiptafélaginu Sýn, en framboðsfrestur til tilnefningarnefndar félagsins rann út föstudaginn 11. ágúst sl.

Fjórir af fimm núverandi stjórnarmönnum sækjast eftir stjórnarsetu og þrír fulltrúar einkafjárfesta.

Stjórnarformaður hættir

Hjörleifur Pálsson, núverandi stjórnarmaður og formaður stjórnar, ákvað að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. 

Eins og fram kemur í skýrslu tilnefningarnefndar sem birt var í dag eru þeir fjórir einstaklingar úr aðalstjórn félagsins sem sækjast eftir endurkjöri þau Jóhann Hjartarson yfirlögfræðingur Íslenskrar erfðagreiningar,  Páll Gíslason Head of Trading hjá bandaríska fjártæknibankanum Jiko Group, Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, sem á að baki 14 ára reynslu sem stjórnandi og sérfræðingur hjá fjarskipta- og afþreyingarfyrirtækjum og  Sesselía Birgisdóttir forstöðumaður nýsköpunar- og markaðsmála hjá Högum.

Þeir þrír einstaklingar sem teljast til einkafjárfesta og sækjast eftir kjöri í stjórn Sýnar eru Hilmar Þór Kristinsson framkvæmdastjóri eignarhalds- og fjárfestingafélagsins Reir, Jón Skaftason lögfræðingur og forsvarsmaður Gavia Invest, sem hefur byggt upp 16,08% eignarhlut í Sýn, og Reynir Grétarsson fjárfestir og formaður stjórnar SaltPay og Creditinfo Group.

Kosið verður í stjórn félagsins á aðalfundi þann 31. ágúst nk.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK