Tólffölduðu veltuna í sjóflutningum

Linda Gunnlaugsdóttir stýrði Smyril Line Cargo á miklu uppgangsskeiði.
Linda Gunnlaugsdóttir stýrði Smyril Line Cargo á miklu uppgangsskeiði. Eggert Jóhannesson

Linda Gunnlaugsdóttir segir stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn munu efla sókn Smyril Line Cargo.

Linda var sumarið 1986 ráðin á skrifstofu Samskips í Reykjavík. Hún vann sig upp hjá fyrirtækinu og var svo ráðin til Eimskips þar sem hún varð fyrst kvenna framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu utan Íslands. Mætti hún á þessari vegferð sinni stundum því viðmóti að hún væri sem kona á rangri hillu.

Linda tók þátt í þeirri stefnumarkandi ákvörðun Smyril Line árið 2014 að efla flutninga á Norður-Atlantshafinu. Tvö flutningaskip voru tekin í notkun og voru viðtökurnar svo góðar að félagið bætti skipakostinn og er nú með þrjú flutningaskip í siglingum milli Þorlákshafnar og Evrópu.

Úr sex í 49 starfsmenn

Linda segir umsvifin hafa aukist ár frá ári. „Veltan var einn milljarður 2015 og stefnir í að verða 12 milljarðar í ár. Á þessu tímabili hefur starfsmönnum á Íslandi fjölgað úr sex í 49,“ segir Linda.

Unnið er að stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn. Samtímis hyggst Smyril Line Cargo hefja framkvæmdir við nýtt vöruhús í Þorlákshöfn í haust sem ætlunin er að taka í notkun á næsta ári. Spurð hvernig félagið hyggist nýta sér bætta aðstöðu segir Linda að fyrst og fremst standi til að einfalda starfsemina sem sé nú á mörgum stöðum. Það komi til greina að fjölga skipum eða breyta skipakostinum.

„Já, það er verið að stækka höfnina til að við getum komið hingað með stærri og hagkvæmari skip.“

Lestu ítarlegra viðtal í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK