Krónan frystir verð á 240 vörum

Krónan hyggst halda verðlagi á tilteknum vörutegundum stöðugu fram að …
Krónan hyggst halda verðlagi á tilteknum vörutegundum stöðugu fram að áramótum til að byrja með. Ljósmynd/Aðsend

Matvöruverslunin Krónan mun frá og með deginum í dag frysta verð á 240 vörunúmerum undir vörumerkjum Krónunnar og First Price. Í tilkynningu frá Krónunni kemur fram að þetta sé gert til að sporna gegn verðbólgu.

„Þetta er eitt af skrefum Krónunnar til að reyna að sporna við hækkandi vöruverði og draga úr áhrifum verðbólgu í matarinnkaupum viðskiptavina,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, að verslunin sé með fleiri aðgerðir í undirbúningi.

Haldist stöðugt að minnsta kosti fram að áramótum

„Þrátt fyrir að við hjá Krónunni höfum reynt með öllum tiltækum ráðum að berjast gegn hækkunum frá birgjum og framleiðendum, sem koma að mestu til vegna hækkana á hrávöru, flutnings- og rekstrarkostnaði, er hækkun matvælaverðs hér á landi slík að allir landsmenn finna fyrir henni við dagleg innkaup. Með því að frysta verð á þessum ákveðnu vörumerkjum [...] geta viðskiptavinir okkar að minnsta kosti keypt töluverðan hlut sinnar dagvöru á föstu verðlagi,“ segir Ásta.

Þá kemur fram að Krónan hyggist halda verðinu stöðugu fram að áramótum til að byrja með.

Komi til lækkunar innkaupsverðs eða gengisstyrkingar á vörum undir þessum vörumerkjum muni Krónan lækka söluverðið sem því nemur.

Komi til hækkunar á innkaupsverði eða til gengisveikingar muni sú hækkun ekki skila sér út í verðið til viðskiptavina.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK