Myndi spara samfélaginu ómældar vinnustundir

Rúnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri tækni- og bókhaldsfyrirtækisins Svar ehf.
Rúnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri tækni- og bókhaldsfyrirtækisins Svar ehf.

Fyrr á þessu ári samþykkti danska þingið ný lög sem skylda fyrirtæki til að halda einvörðungu stafrænt bókhald. Þýðir þetta að í viðskiptum á milli lögaðila heyra útprentaðir reikningar sögunni til og fyrirtæki munu þurfa að nota bókhaldskerfi sem fengið hafa blessun stjórnvalda og fullnægja skýrum reglum, s.s. um örugga varðveislu gagna hjá vottuðum aðila, og að reikningar séu samkvæmt samræmdum evrópskum stöðlum og svo að ólík kerfi geti talað saman vandræðalaust – jafnvel á milli landa. Dönsku reglurnar taka gildi í áföngum frá 2022 til 2026, eftir stærð og umfangi fyrirtækja. Félög með veltu undir sex milljónum króna verða þó undanskilin frá reglunum.

Rúnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri tækni- og bókhaldsfyrirtækisins Svar ehf., segir að dönsku lögin muni fela í sér mikla hagræðingu og að íslensk stjórnvöld ættu að fara sömu leið. Má spara ómældar vinnustundir með því að senda reikninga rafrænt á milli fyrirtækja og um leið koma í veg fyrir villur.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK