Margrét hættir hjá Ölgerðinni

Margrét tók í fyrra fyrstu skóflustungu að nýju framleiðsluhúsnæði Ölgerðarinnar.
Margrét tók í fyrra fyrstu skóflustungu að nýju framleiðsluhúsnæði Ölgerðarinnar. Ljósmynd/Ölgerðin

Margrét Arnardóttir, framkvæmdastjóri framleiðslu- og tæknisviðs Ölgerðarinnar, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá fyrirtækinu og samið um starfslok sín.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ölgerðinni en Margrét hefur stýrt sviðinu frá árinu 2016 og mörgum stærstu verkefnum fyrirtækisins síðustu ár, nú síðast fjárfestingum í húsnæði og vélbúnaði fyrirtækisins.

„Ég er þakklát mínu góða samstarfsfólki fyrir undanfarin ár, en fyrir mig er tímabært að snúa mér að nýju verkefni – nú þegar Ölgerðin er reiðubúin að mæta framtíðinni“ segir Margrét í tilkynningunni.

Þá segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, að Margrét skili góðu búi til eftirmanns síns auk þess sem hann óskar henni velfarnaðar.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK