Júlía nýr framkvæmdastjóri hjá Ölgerðinni

Júlía Eyfjörð Jónsdóttir.
Júlía Eyfjörð Jónsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Júlía Eyfjörð Jónsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri framleiðslu- og tæknisviðs Ölgerðarinnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ölgerðinni en Júlía, sem er 29 ára gömul, hóf feril sinn hjá Ölgerðinni beint að loknu verkfræðinámi árið 2017 og hefur unnið við fjölmörg störf hjá fyrirtækinu síðan. Hún starfaði við framleiðslu, umbótastjórnun, upplýsingatækni og var nú síðast leiðtogi stafrænnar þróunar Ölgerðarinnar.

„Ég tek við góðu búi frá Margréti Arnardóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra, og hlakka mikið til að starfa með þeim öfluga hópi sem er á framleiðslu- og tæknisviði Ölgerðarinnar. Ég er spennt að takast á við nýjar og krefjandi áskoranir og er þakklát fyrir tækifærið og það traust sem mér er sýnt,“ er haft eftir Júlíu í tilkynningunni.

Júlía er með M.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og B.S. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur þegar hafið störf sem framkvæmdastjóri hjá Ölgerðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK