Þetta er iPhone 14

Tæknirisinn Apple kynnti í dag nýjustu línu hinna vinsælu iPhone-síma og Apple-úra á viðburði sínum Far out.

Þriðja árið í röð voru fjórir nýir símar kynntir. iPhone 14, iPhone 14 Pro, iPhone 14 Pro Max og iPhone 14 plús, stærri útgáfa af flaggskipinu á kostnað minni útgáfunnar sem hefur verið hluti af línunni síðustu tvö árin.

Flaggskipið iPhone 14 býður nú upp á stærri útgáfu að …
Flaggskipið iPhone 14 býður nú upp á stærri útgáfu að nafni iPhone 14 plús.

Úr fyrir göngugarpa

Segja má að í annars hálf-daufri kynningu af litlum nýjungum hafi tvær vörur stolið senunni: Nýtt Apple-úr sniðið að útivistarfólki að nafni Apple Watch Ultra og nýjasta lína Pro-símanna.

Apple Watch Ultra er hannað fyrir fólk í „ýktustu tegund hreyfingar“ á borð við fólk á fjöllum eða kafara. Rammi úrsins er úr títaníum og er sterkari en áður hefur sést og skjárinn er einnig sá stærsti hingað til.

Hið nýja úr er það sterkasta sem Apple hefur gert …
Hið nýja úr er það sterkasta sem Apple hefur gert og skartar flötum skjá.

Frá haki í dýnamíska eyju

Þær breytingar á Pro-línu símanna sem vert er að nefna má greina í tvo stóra þætti; skjáinn og myndavélina. Skjárinn, sem skartað hefur hinu umdeilda haki (e. notch) frá því iPhone X var kynntur til leiks árið 2017, skartar nú nokkurs konar pillulaga bletts í staðinn.

Ber pillan nafnið „Dynamic Island“ og hefur Apple tekist að hanna mikið af hugbúnaðnum í kring um umrædda eyju. Eyjan breytist í takt við hluti sem notandinn gerir, til að mynda þegar skipt er um lag, andlitið er skannað, eða hlutir settir í hleðslu.

Sjón er sögu ríkari: 

Enn má þó finna hakið (notch-inn) á iPhone 14 og nýja iPhone 14 plús og eflaust margir sem velta því fyrir sér hvort umrætt hak verði mögulega farið fyrir fullt á allt, að minnsta kosti hvað flaggskipin varðar, að ári liðnu.

Skjárinn á Pro-línunni er tölluvert bjartari, fer úr 1.200 nita hámarki utandyra upp í allt að 2.000 nit og í fyrsta skipti geta iPhone-notendur séð upplýsingar á skjánum meðan hann er í hvíldarstöðu og er skjárinn því í raun alltaf í gangi (e. always-on-display), fítus sem flest Android-flaggskip hafa skartað svo árum skiptir.

Skjárinn á Pro-símunum er alltaf í gangi.
Skjárinn á Pro-símunum er alltaf í gangi.

Myndavélabúnaður símanna eru að mestu sá sami og í fyrra hvað hina venjulegu iPhone 14 varðar en í Pro-línunni er umtalsverð bæting.

Megapixlafjöldinn fer úr 12mp upp í 48mp og verður því hægt að stækka myndirnar betur en áður var hægt. Venjulega væri það á kostnað ljósnæmni myndavélarinnar, þar sem meira ljós þarf til að lýsa upp fleiri pixla.

Apple hafa aftur á móti ráðið bót á því og notar síminn sérstöku vélnámi (machine learning), þar sem fjórir pixlar verða að einum sem safnar meira ljósi en ella.

Hefðbundin linsa símanna er einnig örlítið víðari og jafnast nú á við 24mm linsu í stað 26mm. Víðlinsan (13mm) og aðdráttarlinsan (77mm) eru enn á sínum stað.

Töluvert fleiri pixlar eru í nýrri myndflögu Pro-símanna.
Töluvert fleiri pixlar eru í nýrri myndflögu Pro-símanna.
Myndavélarnar þrjár sem Pro-línan skartar.
Myndavélarnar þrjár sem Pro-línan skartar.

Minniháttar uppfærsla á öðrum vörum

Apple-úrin tvö sem áður voru á markaði, hið venjulega Apple Watch og ódýrara útgáfan, Apple Watch SE, hvort um sig uppfærslu og hringja úrin nú sjálfkrafa í neyðarlínuna lendi úrberi í bílslysi.

Í dýrara úrinu, Apple Watch series 8 má nú finna sérstaka nýja skynjara sem gefa nákvæmari upplýsingar um blæðingar og tíðarhringinn.

AirPods Pro-línan var uppfærð í fyrsta skipti í þrjú ár og eru hin nýju með töluvert betri hljómgæði. Búa þau nú yfir þeim eiginleika að geta tengst við fleiri en eitt tæki í einu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka