Fluttar inn framhjá viðurkenndum umboðsaðilum

Frá verksmiðju Volkswagen í þýsku borginni Dresden.
Frá verksmiðju Volkswagen í þýsku borginni Dresden. AFP/Jens Schlueter

Bifreiðar af gerðinni Volkswagen ID. sem eru framleiddar í Kína hafa verið fluttar inn á evrópska markaði framhjá viðurkenndum umboðsaðilum Volkswagen.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bílaframleiðandanum sem er birt á vef umboðsaðilans Heklu.

Fram kemur að umræddum bifreiðum fylgi ekki alþjóðleg verksmiðjuábyrgð þrátt fyrir að villandi fullyrðingar viðkomandi söluaðila. Viðurkenndir sölu- og þjónustuaðilar í Evrópu geti sömuleiðis ekki sinnt þjónustu og viðhaldi, þar með talið ábyrgðarviðgerðum og öryggisinnköllunum. Jafnframt geti Volkswagen AG og vottuð umboð ekki útvegað viðurkennda varahluti fyrir þær bifreiðar sem eru eingöngu seldar í Kína eins og Volkswagen ID.6.

Höfuðstöðvar Volkswagen í Wolfsburg í Þýskalandi.
Höfuðstöðvar Volkswagen í Wolfsburg í Þýskalandi. AFP/Yann Schreiber

Ekki hægt að þjónusta bifreiðarnar

„Mögulegir kaupendur þessara bifreiða eftir óviðurkenndum leiðum, ættu því að hafa í huga að ekki er hægt að þjónusta bifreiðarnar, framkvæma ábyrgðaviðgerðir eða útvega varahluti. Bifreiðarnar eru með hugbúnaði sem ætlaður er öðrum markaði. Umræddar ID. bifreiðar eru eingöngu framleiddar fyrir kínverskan markað og eru ekki sambærilegar bifreiðum sem framleiddar eru fyrir aðra markaði, uppfylla ekki sérevrópskar kröfur og hafa hvorki evrópska gerðarviðurkenningu né samræmisvottorð (CoC),“ segir í tilkynningunni.

Mögulegir kaupendur eru hvattir til að sýna ítrustu varkárni og ígrunda vel og vandlega kaup af söluaðilum sem ekki eru viðurkenndir.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka