Gæti verið varasamt að kaupa kínverska Volkswagen

Volkswagen gaf það út í tilkynningu í gær að umræddum …
Volkswagen gaf það út í tilkynningu í gær að umræddum bifreiðum fylgi ekki alþjóðleg verksmiðjuábyrgð. Samsett mynd

Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir mikilvægt að neytendur fái upplýsingar um þjónustu og hugbúnaðaruppfærslur hér á landi áður en þeir festi kaup á bifreiðum. Greint var frá því í dag að bifreiðar af gerðinni Volkswagen ID, sem framleiddir eru í Kína, hafi verið fluttir inn á evrópska markaði og uppfylltu ekki sérevrópskar kröfur.

mbl.is ræddi við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra FÍB til að leita álits hvort þetta skapaði einhver vandamál hér á landi. Runólfur sagðist ekki geta sagt til um þetta tilfelli, en að almennt kallaði þetta á skýrari upplýsingagjöf til neytenda.

„Þetta getur verið mjög varasamt, það er að segja ef þú kaupir bíl sem uppfyllir ekki þær kröfur sem við gerum. Við gerum kröfur varðandi til dæmis öryggisþætti, varðandi útblástur og svo framvegis sem ekki eru gerðar í öðrum löndum.

Fyrir utan það að ef þú lendir í einhverjum vafaatriðum varðandi ábyrgð og þjónustu, þá er það neikvætt,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, í samtali við mbl.is.

Að því sögðu segir hann mikilvægt að hafa í huga að frelsi ríki í bifreiðaviðskiptum.

Nóg úrval innan EES

Hekla, umboðsaðili Volskswagen á Íslandi sendi í frá sér fréttatilkynningu þess efnis að bifreiðar af gerðinni Volkswagen ID., sem framleiddar eru í Kína og seldar á mörkuðum þar í landi, hafi verið fluttar inn á evrópska markaði.

Viðurkenndir sölu- og þjónustuaðilar í Evrópu geti heldur ekki sinnt þjónustu og viðhaldi og Volksvagen AG og vottuð umboð ekki útvegað viðurkennda varahluti.

Höfuðstöðvar Volkswagen í Wolfsburg í Þýskalandi.
Höfuðstöðvar Volkswagen í Wolfsburg í Þýskalandi. AFP/Yann Schreiber

Runólfur segir úrvalið feikimikið af bílum innan EES. „Svo fólk ætti nú ekki að láta það aftra sér frá því að skoða sjálft möguleika á bílakaupum á öðrum markaðssvæðum innan þessara ramma.“ Bandaríkjamarkaður sé okkur einnig að mestu opinn.

Allir hefðu látist í mexíkósku bifreiðinni

Þá segir Runólfur að öryggi sé oft ábótavant á bifreiðum utan hins vestræna heims.

„Það er mjög varasamt að við fáum eins útlítandi bíl sem er með öryggisstaðla sem við hefðum látið okkur nægja fyrir tuttugu árum.“

„Nissan varð að breyta stefnunni sinni varðandi framleiðslu á bílum …
„Nissan varð að breyta stefnunni sinni varðandi framleiðslu á bílum í þriðja heiminum, svo grófur var munurinn.“

Nefnir hann dæmi um öryggissamanburð á Nissan-bifreið fyrir nokkrum árum, sem annars vegar var mexíkósk og bandarísk hins vegar.

„Í mexíkóska bílnum hefði bílstjórinn og fjórir farþegar látist í slysinu en í þeirri bandarísku hefðu allir gengið út. Nissan varð að breyta stefnu sinni, varðandi framleiðslu á bílum í þriðja heiminum, svo grófur var munurinn.“

Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar mátti skiljast að Runólfur væri sérstaklega að beina orðum sínum að Volkswagen ID bifreiðum, en þau áttu almennt við um það þegar bifreiðar eru fluttar frá mörkuðum þar sem evrópskar kröfur eru ekki í gildi. Fréttin hefur verið uppfærð eftir því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK