20 nýjar hraðhleðslustöðvar

Sigurður Ástgeirsson og Frosti Ólafsson.
Sigurður Ástgeirsson og Frosti Ólafsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Verslunar- og þjónustufyrirtækið Olís og hleðslufyrirtækið Ísorka hafa undirritað samstarfssamning um uppbyggingu á neti hraðhleðslustöðva sem staðsettar verða á þjónustu- og sjálfsafgreiðslustöðvum Olís um allt land. Stefnt er að uppbyggingu 20 staðsetninga innan tveggja ára þar sem rafbílaeigendur geta hlaðið bifreiðar sínar með fyrsta flokks búnaði.

Graf/mbl.is

Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Olís og Sigurður Ástgeirsson framkvæmdastjóri Ísorku segja í samtali við Morgunblaðið að hafist verði handa við fyrstu staðsetningarnar á komandi mánuðum. Stefnt sé að því að 6-8 nýjar staðsetningar verði komnar í notkun fyrir áramót.

„Það er kjarnamarkmið hjá okkur að fjölga vinum við veginn – bæði viðskiptavinum og samstarfsaðilum – og þetta er stórt skref í átt að því marki. Sú uppbygging sem er fram undan er því mikið fagnaðarefni fyrir bæði okkur og rafbílaeigendur,“ segir Frosti.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK