Mikilvægt að auka gæði þjónustu við ferðamenn

Auka þarf gæði í þjónustu við ferðamenn sem hingað koma. Þetta segir Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Arctic Adventures en fyrirtækið er afar umsvifamikið í afþreyingarþjónustu hér á landi. Hún segir að á mörgum sviðum ferðaþjónustunnar sé mikil þekking og fagmennska til staðar en að helst halli á það svið sem fyrirtæki hennar starfar á.

Gréta María er gestur Dagmála og fer yfir ferðasumarið sem nú er senn að baki. Það fór fram úr björtustu vonum allra spáaðila en Seðlabankinn gerir í líkönum sínum ráð fyrir því að erlendir ferðamenn sem hingað koma í ár verði um 1,7 milljónir. Ekki eru margir mánuðir síðan sömu reiknilíkön gerðu ráð fyrir að gestirnir yrðu aðeins 1,4 milljónir.

Viðtalið við Grétu Maríu má nálgast í heild sinni hér:

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK