Ráðalausar gagnvart einkareknu heilsugæslunni

Einkareknar heilsugæslustöðvar hafa átt mun betra með að manna læknastöður en hinar opinberu. Á sama tíma hefur leynt og ljóst verið grafið undan einkarekstrinum. Afköst jukust með aukinni samkeppni.

Þetta segir Gunnlaugur Sigurjónsson, stjórnarformaður Heilsugæslunnar Höfða sem er stærsta heilsugæslustöð landsins. Af 19 heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu eru 4 einkareknar og þjónusta þær um 70 þúsund skjólstæðinga.

30% hærra rannsóknagjald

Í viðtali í Dagmálum lýsir Gunnlaugur erfiðu rekstrarumhverfi einkarekinna heilsugæslustöðva þar sem heilbrigðisyfirvöld virðast hafa lagt sig í líma við að grafa undan tilvist þeirra.

Það birtist með ýmsum hætti, m.a. því að stöðvarnar þurfa að greiða 30% hærra rannsóknagjald hjá Landspítala en hinar opinberu og að þótt starfsmenn þeirra hafi tekið jafn virkan þátt í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hafi ekki króna runnið til einkareknu stöðvanna til þess að bæta þeim kostnaðinn sem af því hlaust. Á sama tíma hafi opinberu stöðvarnar notið ríkulegrar meðgjafar, raunar svo mikillar að þær hafi neyðst til að skila 1,2 milljörðum króna af stuðningnum þegar uppi var staðið.

Gunnlaugur bendir á að aukinn einkarekstur í heilsugæslunni hafi orðið til heilla. Þannig hafi afköst aukist um 10% á fyrsta árinu eftir að nýtt reiknilíkan var tekið í notkun árið 2017 og að ári síðar hafi afkastaaukningin verið komin í 18%.

Viðtalið við Gunnlaug má í heild sinni sjá hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK